Hugarkort

Þegar verið er að velta fyrir sér ritgerðarefni og rannsóknarspurningu getur verið gagnlegt að gera hugarkort (e. mind map). Hugarkort eru notuð vegna þess að oft er auðveldara að ná utan um efnið með myndrænum hætti. Dæmið hér fyrir neðan sýnir hefðbundið hugarkort þar sem meginviðfangsefnið er gamanleikarinn Charlie Chaplin. Hlutir sem tengjast honum eru í öðrum hringjum. Hér eru aðeins stikkorð en þegar efnið fer að mótast þá er hægt að bæta inn í hugarkortið nákvæmari lýsingum.

hugarkort sem sýnir hvernig ritgerð um Charlie Chaplin væri uppbyggð. Fyrir miðju er skrifað Chaplin og tengt út frá því til dæmis í stikkorð eins og leikari, stjarna, Hollywood

Webbing

Hugarkort er einnig hægt að nota til að fá hugmyndir og afmarka efnið. Hér er stutt myndband sem sýnir það sem á ensku kallast webbing.

Hér fyrir neðan er annað dæmi um hugarkort sem gert var í forritinu MindNode (sem er eingöngu fyrir Apple, hægt er að nota MindManager fyrir þá sem eru með PC). Hér er höfundur ritgerðarinnar með efnið á hreinu og mótar efnisyfirlit með hugarkorti.

Hugarkort gert með mindnode. Ritgerðin fjallar um kvikmyndaleikstjórann Roy Andersson og sést á kortinu hvernig efnisgrind ritgerðarinnar er uppbyggð með því að tengja helstu viðfangsefni hvers kafla saman

www tákn

iMindMap er vefsíða þar sem hægt er að búa til sitt eigið hugarkort á netinu og er þjónustan gjaldfrjáls. Þú þarft ekki að hlaða því niður og þú kemst alltaf í kortið þar sem nettenging er

MindManager er forrit sem hentar bæði fyrir Apple og PC. Það er aðgengilegt fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands

MindNode. Eingöngu fyrir Apple